Lífið getur breyst mikið á stuttum tíma...
Hvað hefur ekki breyst undanfarna mánuði:
Sólin kemur upp á morgnana (oftast þó falin bak við þung og næstum svört rigningarský)
Sami apinn í Seðlabanka Íslands
Sami apinn forsætisráðherra á Íslandi
Sami apinn forsætisráðherra í Bretlandi
Búið að kjósa nýjan og mjög svo heillavænlegan forseta í Ameríku
Hvað hefur breyst eða mun breytast á allra næstu dögum eða vikum:
Ísland hefur farið 30 ár aftur í tímann, bankarnir ríkisreknir, gjaldeyrishöft og þar fram eftir götunum
Annar hver Íslendingur er á Facebook - okkar leið til að halda sambandi við fólkið sem við höfum unnið með jafnvel árum saman
Ég er að missa vinnuna
Ég er að missa húsnæðið
Ég ætla að fara í ferðalag um heiminn og skoða Japan, Ástralíu og Nýja Sjáland. Það sem getur hugsanlega komið í veg fyrir þá ferð er ný vinna...
Þetta hefur verið skrýtið ástand undanfarnar vikur svo ekki sé meira sagt. En ég held að heimurinn hafi þurft á þessu að halda og þetta sé byrjunin á einhverju nýju og meira spennandi og meira mannlegu. Held að ansi margir hafi verið á þokkalegu eyðslufylleríi og eins og við vitum þá eru slæmir timburmenn fylgifiskar fyllería en þeir líða hjá og allt verður gott aftur :-) Þó ég hafi sjálf á vissan hátt verið þátttakandi í fylleríinu þá vil ég nú samt trúa því að ég hafi ekki gleymt upprunanum og að ég hafi aldrei átt heima í fjármálabransanum. En kannski er ég bara í afneitun á eigin göllum!!